Jógakennaranám II, 560 tíma · hefst 8. ágúst 2018

Námið er 4 lotur alls sem dreifast á um 12 mánuði. Hver lota er 5 – 7 dagar út í sveit.

Að auki er kennt einn laugardag í september og október 2018 og í apríl og maí 2019.

  • Lota 1 hefst 8 ágúst og lýkur 14 ágúst 2018
  • Lota 2 hefst í byrjun nóvember 2018 (fer líklega fram í Bandaríkjunum)
  • Lota 3 fer fram í júní 2019
  • Lota 4 fer fram í byrjun ágúst 2019

Jógakennaranám II – 560 tímar er ætlað að dýpka þekkingu kennara sem hafa þegar öðlast reynslu af jógakennslu.

Kennarar er Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir og Acharya Sri Swami Ashutosh Muni

Hinir fornu textar Sanatan Dharma eru stúderaðir í þessu námi, Yoga Sutrur Patanjalis, Bhagawat Gita og Narada Bhakti Sútrur svo eitthvað sé nefnt. Það er farið ýtarlega í jógaheimspekina um leið og nemandinn leitast við að gera hana að hluta að sínu daglega lífi. Farið er dýpra í kennslufræði og kennslutækni varðand jógastöður, öndun, hugleiðslu og jóga-þerapíu. Þá er kafað dýpra í orkustöðvar og unnið með þær. Atomía líkama og orkulíkama er skoðuð dýpra, nauðsynleg element daglegrar jógaástundunar og andlegrar leiðar svo eitthvað sé nefnt.

Í lok námsins fær neminn diplómu sem staðfestir það sem hann hefur lært og ástundað í náminu. Nemandi fær möguleika á að ganga í Yoga Alliance Professionals.

Umsóknir og fyrirspurnir semdist á kristbjorg@kristbjorg.is

 

Facebooktwitterlinkedintumblrmail

Comments are closed.