III – 800 tímar

Jógakennaranám III – 800 tímar fer með nemandann í enn dýpri þekkingu á eiginleikum Gnjana jóga, Karma jóga og Bhakti jóga.

Bhagavata Gita er rannsökuð sem vísindarit og þau grunn lögmál  sem liggja að baki sambands efnis og anda eru skoðuð vandlega. Jógaástundun er dýpkuð og enn frekari tækni í hatha jóga athuguð. Rík áhersla er lögð á hugleiðslu fyrir lengra komna, líkamsfræði og jógíska siðfræði.

Námið stendur yfir í 10-12 mánuði og samsvarar til 240 tíma náms. Kennt er í 4 lotum úti í sveit, þar af ein í Bandríkjunum. Þess á milli taka nemendur þátt í jógatímum á zoomi flesta mánudaga og miðvikudaga kl 6.00 – 7.30 (morguntímar) á tímabilinu, þátttaka í þessum tímu er valkvæð.

Í lok námsins fær nemandinn diplómu sem staðfestir að hann hafi lært og ástundað það sem felst í náminu ásamt því að hafa ríkari þjálfun í kennslu á jógadýnu, í hugleiðslu og  jóga heimspeki.

Sjá stað og stund undir „Næstu námskeið“  þegar þetta nám kemur á dagskrá.

Comments are closed.