Jógatímar

Jógatímarnir eru í senn kraftmiklir og leiða nemandann djúpt inn á við. Þeir eru líkamlega styrkjandi og eflandi og um leið andlega uppbyggjandi og nærandi fyrir sálina.

Kristbjörg dregur saman fyrstu sex skrefin í Raja-jóga, hinu konunglega jóga þar sem yömur, niyömur, hatha jóga og öndun, athygli hið innra og athygli á viðfangsefnið er dregið saman inn í andartakið. Á þennan hátt nær nemandinn að stíga út úr hugarsamsömun og getur upplifað tengingu við hjartaorkuna sína.

Jógatímarnir eru kenndir í lotum nokkrum sinnum á ári.
Sjá stað og stund undir „Næstu námskeið“.

„Frá því ég kynntist Kristbjörgu hef ég haft á tilfinningunni að hún lesi hugsanir. Í þau ár sem ég var í jóga hjá henni og hvar sem maður fann fyrir, axlir, mjaðmir eða hvað… alltaf kom hún með eitthvað fyrir mig.“

–  Ása Kristín Jóhannsdóttir