I – þerapistanám

blom2Kennt er um fjörtíu og fjórar stakar íslenskar jurtir í formi blómadropa, og hvað hver jurt gefur og getur hjálpað okkur með. Nemandinn fær þjálfun í að blanda blómadropa fyrir einstaklinga og fylgja áframhaldandi meðferð eftir með blómadropum.

Meðal annars er kennd orkuanatómía, siðfræði og innri gerð mannsins. Sjálfsskoðun og sjálfsvinna er hluti af náminu.

Nemandinn fær 44 staka íslenska blómadropa Kristbjargar og 1 lífsbjörg á þessu námskeiði til að vinna með.

Námið hefst með helgarnámskeiði og því næst er kennt í einn mánuð, eitt kvöld í viku í gegnum netið. Að lokum er kennslulota úti í sveit, löng helgi þar sem gist er á staðnum og kafað dýpra í blómadropafræðin og unnið með blómadropana á hvert öðru.

Sjá stað og stund undir „Næstu námskeið“  þegar þetta nám kemur á dagskrá.

Comments are closed.