II – 560 tímar

580 timar

Jógakennaranám II – 560 tímar er ætlað að dýpka þekkingu kennara sem hafa þegar öðlast reynslu af  jógakennslu.

Farið enn dýpra í kennslufræðin þar sem jógastöður, öndun, hugleiðsla og jógaþerapía eru til umfjöllunar sem og hin fíngerðari vísindi orkuanatomíu og jógaástundunar.

Þá er farið ýtarlega í jógaheimspekina um leið og nemandinn leitast við að gera hana að hluta að sínu daglega lífi. Jógasútrur Patanjalis og Bhagavata Gita eru skoðaðar nánar.

Námið stendur yfir í um það bil tólf mánuði.

Kennsla fer fram í fjórum löngum lotum úti í sveit. Þess á milli taka nemendur þátt í jógatímum á zoomi flesta mánudaga og miðvikudaga kl 6.00 – 7.30 (morguntímar) á tímabilinu, þátttaka í þessum tímu er valkvæð. Nemandinn þarf að ástunda heima, kenna jóga, skrifa ritgerð og skila öðrum verkefnum á tímabilinu.

Í lok námsins fær neminn diplómu sem staðfestir það sem hann hefur lært og ástundað í  náminu.

Sjá stað og stund undir „Næstu námskeið“  þegar þetta nám kemur á dagskrá.

Comments are closed.