Námið

Jóga og blómadropaskóli Kristbjargar býður upp á fjölbreyttar námsleiðir; allt frá hefðbundnum jógatímum eða dagsnámskeiðum um tínslu og verkan íslenskra jurta upp í 800 tíma jógakennaranám og þriggja mánaða blómadropaþerapistanám.

 

Námsefni skólans eru allt sett saman af Kristbjörgu þar sem hún leitast við að kenna frumvísindi jógfræðanna og náttúrunnar. Námið í Jóga og blómadropaskóla Kristbjargar miðar að því að byggja okkur upp sem manneskjur hér á jörðinni, hvort sem það er andinn eða efnið sem athyglin beinist að hverju sinni.

Upplýsingar um næstu námskeið má finna hér á síðunni um leið og þau koma á dagskrá.

 

 

„Ég á henni [Kristbjörgu] mikið að þakka fyrir það sem ég er í dag, ég trúi því að námið
hafi hreinlega gert mig að enn betri manneskju og styrkt mig á minni leið – jógaleiðinni.“
– Gyða Dís, Jógakennaranám, 2012.

 

 

Comments are closed.