Morgunjóga í fjarkennslu mánudaga & fimmtudaga 6.00 – 7.30
Allir eru velkomnir að gera jóga með Kristbjörgu – Umu þar sem við eflum okkur, styrkjum og hlúum að sál og líkama hvert og eitt heima í stofu. Það er tilvalið að fá alla fjölskylduna með í jóga og skapa þannig bjartsýni, gleði, frið og einingu inn í daginn.
Kennt er mánudags- og fimmtudagsmorgna kl 06:00 til 7:30. Kennsla hefst mánudaginn 30. mars.
Þar sem samfélag jarðarinnar er að ganga í gegnum umbreytingartíma þá leggjum við okkar af mörkum til að styðja við samfélagið eftir bestu getu. Eitt af því er að bjóða upp á heima-jóga í gegnum netið og eru allir velkomnir.
Kennslan byggir á Ashutosh jóga sem er hið Konunglega jóga, tímarnir samanstanda af hugleiðslu, léttum jógastöðum, öndun, yömum og slökun í lokin.
Kennslan fer fram í gegnum zoom-smáforritið og við skráningu fær nemandinn sendan hlekk til að komast inn í tímana.
Skráning hjá kristbjorg@kristbjorg.is
*Ashutosh jóga byggir á kennslu jógameistarans Sri Swami Ashutosh Muni