Yama Jóga námskeið · 12. janúar 2021

Á þessu kröftuga og umbreytandi námskeiði er fjallað um fyrsta og mikilvægasta þrepið í Astangajóga, hinu konunglega Raja jóga. Yömurnar eru lyklar sem hjálpa okkur að lifa í samræmi við lögmál lífsins.

Yömurnar eru grunnurinn að allri jógaástundun. Samskipti okkar við umheiminn eru rannsökuð út frá hverri yömu fyrir sig. Grunn hugmyndafræðin í jóga heimspeki er einnig kynnt til sögunnar ásamt kennslu í öndunaræfingum og hugleiðslu.Heimaástundun er hluti af náminu.

Námskeiðið stendur yfir í sex vikur. Kennt er eina kvöldstund í viku og er hún byggð upp á fyrirlestrum og ástundun. Nemendur fá heimaverkefni til að vinna í fram að næstu kennslustund.

Námið fer fram á netinu í gegnum Zoom. Kennt á þriðjudögum 17:30 – 19:30.

Ef aðstæður leyfa fer síðasti tímin fram í Ashutosh Ashrami Dalbrekku.

Skráning á kristbjorg@kristbjorg.is
Hlekkur sendur við skráningu

Verð: 35.000 kr., kennslugögn innifalin

Facebooktwitterlinkedintumblrmail

Comments are closed.