Á þessu kröftuga og umbreytandi námskeiði er fjallað um fyrsta og mikilvæga þrepið í Astangajóga.
Yömurnar eru grunnurinn að allri jógaástundun sem snýr að samskiptum okkar við heiminn sem við búum í. Siðfræðin er rannsökuð út frá hverri yömu fyrir sig, og einnig er kafað djúpt ofan í hverja og eina yömu. Grunn hugmyndafræðin í jóga heimspeki er einnig kynnt til sögunnar ásamt kennslu í öndunaræfingum og hugleiðslu. Heimaástundun er hluti af náminu.
Námskeiðið stendur yfir í sex vikur. Kennt er eina kvöldstund í viku og er hún byggð upp á fyrirlestrum og ástundun. Nemendur fá heimaverkefni til að vinna í fram að næstu kennslustund.
Námskeiðið er einnig stundum kennt sem helgarnámskeið þar sem dvalist er úti í sveit.
Sjá stað og stund undir „Næstu námskeið“ þegar þetta námskeið kemur á dagskrá.
Lakulish táknar leiðina heim í hjarta sitt og svo alla leið til uppsprettunnar aftur. Leið jógans sem leitar eftir fullkomnum samruna við sitt innsta eðli er táknað í hinni fallegu mynd af Lakulish.