Jurtatínsla

Jurtatínslunámskeiðin eru dagsferð að vori þar sem gengið er um Heiðmörkina og kennt er um þær algengu lækninga og matar jurtir sem á vegi okkar verða.

Íslenskar jurtir búa yfir dásamlegum krafti okkar hreinu náttúru og á námskeiðinu er kennd tínsla, þurkun og geymsla villtra íslenskra jurta auk jurtablöndunar.

Þátttakendur læra að búa til te og seyði, olíur og urtaveigar úr jurtunum. Fjallað er um eiginleika og lækningamátt jurtanna og hvernig þær voru notaðar hér áður fyrr af forfeðrum okkar til lækninga og lífsbjargar.

Í lok námskeiðsins hafa þátttakendur öðlast grunnþekkingu til að tína algengar íslenskar jurtir og meðhöndla þær sjálfir.

Sjá stað og stund undir „Næstu námskeið“  þegar þetta námskeið kemur á dagskrá.