Jógakennaranám I – 240 tímar miðar að því að kenna verðandi jógakennurum grunninn í jógískum fræðum.
Auk þess er áhersla lögð á hæfni til að leiða inn og út í jógastöðum frá grunni, og setja saman jógatíma á öruggan og ánægjulegan hátt. Jógaheimspeki er stór þáttur í náminu sem og sjálfsvinna nemanna. Þeir læra að nota jóga sem sjálfshjálpartækni um leið og jógískir lifnaðarhættir eru ástundaðir eftir bestu getu. Í náminu felst einnig fræðsla um praktískar hliðar þess að starfa sem jógakennari.
Námið stendur yfir í 11 vikur og hefst að vori, í mars/apríl, einnig er það stundum kennt á haustönn og hefst þá í ágúst.
Jógakennaranámið hefst með átta til tíu daga námslotu út í sveit við lærdóm og ástundun. Því næst er kennt þrisvar sinnum í viku, á mánudögum og fimmtudögum kl. 18.00 – 19.30 og á miðvikudagsmorgnum kl. 6.00 – 7.30. Kennslan fer fram rétt utan borgarmarkanna en einnig er hægt að vera með á Zoom ef þarf. Þegar líður á námið er tekin fjögurra til fimm daga námslota út í sveit.
Nemendur kenna 20 æfingajógatíma á tímabilinu þar sem þeir setja saman jógatíma og kenna vinum og vandamönnum. Einnig þarf að skila skriflegum verkefnum og ástunda daglega heima.
Náminu lýkur með útskrift með diplóma frá skólanum og jógakennararéttindum.
Hér má finna hagnýtar upplýsingar um námið fyrir verðandi nemendur