Bhagavad Gita lýsir ferðalagi sálarinnar. Þegar textarnir eru skoðaðir í þessu forna og merka riti opnast upp heimur andlegra lögmála sem dásamlegt er að uppgötva og setja í samhengi við daglegt líf okkar.
Bhagavad Gita er mörg þúsund ára gamalt rit sem skrifað er í fjórum lögum skilnings. Með því að rannsaka það opnast faldir leyndardómar mannssálarinnar upp fyrir okkur.
Námskeiðið inniheldur heimspekifyrirlestra, hugleiðslu, öndunaræfingar og margskonar heimaverkefni.
Þetta námskeið er kennt í lotum, eitt kvöld í viku og þróast í samræmi við hæfni hópsins til að skilja dýpri lög fræðanna.