Jógakennaranám II · hefst 20. maí 2022 ATH breytta dagsetningu frá fyrri auglýsingu!

Jógakennaranám II, 560 tíma 

Náminu er ætlað að dýpka þekkingu kennara sem hafa þegar öðlast reynslu af jógakennslu.

Námið er 4 lotur alls:

Lota 1: 20. – 26. maí
Lota 2: 5. – 11. september
Lota 3: 31. október – 5. nóvember
Lota 4: 5. – 10. janúar 2023

Loturnar fara fram í Ashutosh Ashrami. Ef aðstæður leyfa verður ein lotan haldin í USA hjá Sri Swami Ashutosh Muni.

Kennarar er Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir og Sri Swami Ashutosh Muni.

Um námið

Hinir fornu textar Sanatan Dharma eru stúderaðir í þessu námi, Yoga Sutrur Patanjalis, Bhagawat Gita og Narada Bhakti Sútrur svo eitthvað sé nefnt. Það er farið ýtarlega í jógaheimspekina um leið og nemandinn leitast við að gera hana að hluta að sínu daglega lífi. Farið er dýpra í kennslufræði og kennslutækni varðand jógastöður, öndun, hugleiðslu og jóga-þerapíu. Þá er kafað dýpra í orkustöðvar og unnið með þær. Atomía líkama og orkulíkama er skoðuð dýpra, nauðsynleg element daglegrar jógaástundunar og andlegrar leiðar svo eitthvað sé nefnt. 

Í lok námsins fær neminn diplómu sem staðfestir það sem hann hefur lært og ástundað í náminu. Nemandi fær möguleika á að ganga í Yoga Alliance Professionals.

Umsóknir og fyrirspurnir semdist á kristbjorg@kristbjorg.is

Facebooktwitterlinkedintumblrmail

Comments are closed.