Blómadropaþerapistanám · hefst 12. maí 2023

Blómadropaþerapistanám I 
hefst helgina 12. – 14. maí 2023

Lærum að nota íslenska blómadropa til að skapa jafnvægi og blessun í lífi okkar, fjölskyldna okkar og skjólstæðinga.

Meðal efnis í náminu er:

  • meðhöndlun á 45 tegundum blómadropa af íslenskum jurtum
  • kraftur og eiginleikar hverrar jurtar fyrir sig
  • fjölbreyttar leiðir til að vinna með blómadropa 
  • notkun og blöndun jurta fyrir mismunandi ástand og aðstæður
  • orku-anatomía jurta og manns
  • farið verður ítarlega í samband orkulíkama okkar, tilfinninga, huga og blómadropa

Nemendur fá einkatíma og handleiðslu hjá Kristbjörgu á meðan á náminu stendur

Lota I
12. – 14. maí
Kennt í Dalbrekku ashrami
Föstudag 17.00 – 21.00
Laugardag 09.00 – 17.00
Sunnudag 09.00 – 16.00


Áframhaldandi kennsla fer fram á þriðjudagskvöldum kl 18:00 – 19:30. Hægt verður að vera á zoomi fyrir þá sem búa fjarri höfuðborgarsvæðinu. Kennslufrí frá 28. júní til 28. ágúst.

Lota II
22. – 24. september
Kennt í Dalbrekku ashrami, í lotunni verður gist á staðnum frá föstudegi til sunnudags.
Útskrift er áætluð 28. október 2023.

Námskeiðsgjald er 395.000 kr. Greiða þarf staðfestingargjald við skráningu í námið.

Innifalið í námskeiðsgjaldi er m.a. sett af 44 blómadropum, grænmetisfæði báðar kennslu helgar og gisting síðari helgina.

Kennari er Kristbjörg Kristmundsdóttir – Uma 

Skráning og nánari upplýsingar á info@kristbjorg.is

Við útskrift fær nemandinn diplómu frá Jóga & Blómadropaskóla Kristbjargar sem staðfestir að viðkomandi hafi lokið Blómadropaþerapistanámi I

Facebooktwitterlinkedintumblrmail

Comments are closed.