Jógakennaranám

 

Frá árinu 2003 hefur Jóga og blómadropaskóli Kristbjargar haldið reglulega námskeið fyrir verðandi jógakennara.

Markmið jógakennaranámsins er í fyrsta lagi að þjálfa kennaranemana í jógaástundun, þ.e. að innleiða hana í daglegt líf þeirra og nota til uppbyggingar og heilunar á líkama, tilfinningum og huga. Þannig læra nemendurnir að kenna jóga á þann hátt að það hafi einnig umbreytandi áhrif á nemendur þeirra.

Í öðru lagi fá  nemarnir ítarlega þjálfun í að setja saman jógatíma, kenna hverja jógastöðu fyrir sig, búa til flæði í tímum og leiða í góða slökun á eftir.

Í þriðja lagi er þeim kennt að halda utan um sína eigin nemendur í því ferli vaxtar og þroska sem regluleg jógaástundun veldur. Þannig er námið ekki aðeins líkamleg nálgun á jógafræðin heldur snertir það alla eðlisþætti okkar. Kennaranemarnir læra að leiða nemendur sína inn á við og skapa þeim tækifæri til að stíga út úr huganum og inn í hjartað sitt þar sem viskan býr.

Allt sem við þörfnumst kemur innan frá, því er lögð mikil áhersla á sjálfsvinnu í náminu í gegnum hugleiðslu og jógaástundun.

Námið var gríðarlega krefjandi, [við] fórum djúpt inná við en það var einmitt það sem ég þurfti og
eftir dvölina okkar á Sólheimum þessa tíu sólarhringa snéri maður heim ótrúlega hrein og tær og falleg sál
– miklu miklu meira sattvik heldur en þegar maður hóf námið!
 – Gyða Dís, 2012.

 

Jóga og blómadropaskóli Kristbjargar bíður upp á þrjú stig jógakennaranáms; í lok 1. stigs, 240 tíma náms, útskrifast kennaraneminn sem jógakennari og getur hafið jógakennslu strax þar á eftir. Á 2. stigi jógakennaranáms, í 560 tíma náminu, er jógakennurum gefinn kostur á að dýpka sig enn meir sem jógakennara og bæta eigin ástundun. Námsefnið miðar að því að styrkja nemandann enn frekar sem kennara. 800 tíma náminu á 3. stigi er enn frekar ætlað að dýpka skilning, ástundun og hæfni kennarans til jógakennslu.

Allt jógakennaranám skólans miðast við kröfur Yoga Alliance að viðbættum þeim kröfum sem skólinn sjálfur gerir til útskrifaðra nemenda sinna.

 

jogakennaranam

I – 240 tímar                                 II – 560 tímar                               III – 800 tímar


Í jógakennaranáminu er lögð áhersla á að fylgja frumvísindum jógafræðanna sem styðjast við grundvallarrit þeirra, meðal annars jogasútrur Patanjali og Bhagavat Gita. Í náminu felst kennsla í Asthanga jóga, hinu Konunglega jóga sem samanstendur af yömum (hvernig við vinnum með ytri heiminn), niyömum (hvernig við vinnum með innri heiminn), hatha yoga (jóga stöðum), pranayama (öndunaræfingum), pratihara (að draga athyglina inn á við), dharana (einbeitingu), dhyana (hugleiðslu) og samadhi (hugljómun). Karma-jóga, Jnana-jóga og Bhakti-jóga eru einnig gerð góð skil.

 

Comments are closed.