Blómadropanám

Jóga og blómadropaskóli Kristbjargar hefur boðið upp á blómadropanám síðan árið 1989. Í náminu er farið ýtarlega í það hvað blómadropar eru, almenna virkni þeirra, hvernig einstakir dropar virka og hinar ýmsu leiðir til að vinna með þá.

 

Samhengi tilfinninga, hugsana, orkulíkama, sálar og efnislíkama einstaklingsins er skoðað í bæði blómadropaþerapistanáminu og -meistaranáminu. Starfsemi þeirra er einnig rannsökuð, hver fyrir sig, og síðan hvernig blómadropar hafa áhrif á þessa frumþætti okkar.

Blómadropanámið byggir á þeim lögmálum náttúrunnar sem þegar eru almennt þekkt og þeim sem vísindamenn eru enn að rannsaka eins og samhengi efnis og anda. Skammtafræðin er skoðuð og tíðnihugmyndafræðin kennd. Inn í námið fléttast ýmislegt fleira eftir því sem blómadropaneminn rís upp í skilningi á fræðunum.