Blómadropar Kristbjargar

blomadr kristb

Blómadropar eru unnir úr viltum jurtum náttúrunnar.  Þeir eru ekki efnishluti plöntunar heldur sú orkutíðni og kraftur sem flæðir í hverri einstakri plöntu.

 

Upphafsmaður bómadropa í Evrópu er breski læknirinn Dr. Bach sem var uppi snemma á síðustu öld. Hann tók eftir því að rótin að líkamlegum meinum sjúklinga sinna voru mismunandi þótt sjúkdómseinkenni væru þau sömu. Hann komst að því að til þess að leiðrétta rótina að veikindunum þurfti hann að gefa sjúklingum sínum fíngerða tíðni náttúrunnar í formi blómadropa til að líkaminn myndi leiðrétta sig og ná eins varanlegri lækiningu og mögulegt var. Annars var hætta á að innra ójafnvægið í orku sjúklingins myndi brjótast út annarsstaðar.

Íslenskir blómadropar eru þróaðir upp úr aðferðum Dr. Bach og síðastliðin rúmlega þrjátíu ár hefur íslensk náttúra leitt þessa þróunarvinnu hér heima. Íslensk náttúra er enn ein sú hreinasta og tærasta náttúra sem til er á jörðinni. Elementin fimm eru ómenguð upp til fjalla og jurtirnar vaxa við aðstæður hér á Íslandi sem gefa þeim ótrúlegan styrk. Orkutíðni jurtanna er einnig ómenguð þar sem hin vilta náttúra hefur fengið að þróast um aldaraðir án íhlutunar okkar mannanna.

Blómadropar eru tíðni og orka jurtanna sem orkukerfin okkar nærast á þegar við tökum þá inn, eða berum á líkamann. Allar okkar hugsanir og tilfinningar hafa áhrif á líðan okkar og athafnir. Hugsanir og tilfinningar okkar í dag eru afleiðing af því sem við höfum lifað áður; hugsað, upplifað og gert. Þessi mynstur tilfinninga og hugsana stjórna í raun hvernig við tökum á móti lífinu og  bregðumst við því sem lífið færir okkur. Það hefur því næst bein áhrif á líkamlegt heilbrigði og líðan.

Blómadroparnir hafa þann dásamlega eiginleika að færa okkur þá orku sem hjálpa til að umbreyta niðurdragandi og erfiðum hugsunum og tilfinningum. Þegar gömlu tilfinnningasárin opnast vilja þau gjarnan taka yfir líf okkar en blómadroparnir hafa þá eiginleika að þeir færa okkur upplyftandi tíðni til heilunar, til að læra lexíurnar sem lífið er að kenna okkur, til að skilja hvað var í raun og veru að gerast og hvernig við getum komið sterkari og hamingjusamari út úr þeirri lífsreynslu sem skapaði tilfinningasárið. Þannig náum við að bregðast við gömlu tilfinningasárunum á nýjan hátt, og finna leiðir til að stíga út úr þeim.

Sama gildir með hugann. Hugsanir okkar eru oft takmarkandi og jafnvel ofbeldisfullar gagnvart okkur sjálfum og þá öðrum líka. Þetta veldur samandragandi eiginleikum í líkama okkar, hann verður veikari fyrir og að lokum veikur. Blómadroparnir hjálpa til við að leysa upp neikvæðar og meiðandi hugsanir með því að koma með sína upplyftandi og jákvæðu orku.

Blómadropar nýtast öllum, mönnum og dýrum.

Blómadropa má nota á fjölbreyttan hátt eftir því hvort verið er að fást við yfirborðstilfinningar, djúpstæðar undirliggjandi tilfinningar eða markvissa djúpvinnu.

Lestu um það hvað hver blómadropaflaska vinnur með og þú munt sjá hvaða virkni á best við þig núna.

Til að hafa áhrif á (tilfallandi) yfirborðstilfinningar hristir þú flöskuna sem þú hefur valið og lætur 3 dropa falla undir tunguna 4-8 sinnum á dag eða þar til þér líður betur. Gættu þess að láta dropateljarann ekki komast í snertingu við munninn.

Einnig er gott að setja blómadropa t.d. út í vatnið þitt eða vatnsbrúsann, yfir salatið og í baðvatnið þitt. Í vatnskönnuna á matarborðið er gott að setja t.d. Gleði og Hlátur til að fá enn meiri gleði í samverustund fjölskyldunnar.

Djúpvinna

Til að vinna á djúpstæðum undirliggjandi tilfinningum færð þú þér 30 ml flösku með dropateljara, telur 21 dropa í hana úr blómadropaflöskunni sem þú hefur valið þér, og fyllir upp með vatni. Hristu vel. Því næst tekur þú inn 7 dropa í örlitlu af vatni tvisvar til þrisvar sinnum á dag uns 30 ml  flaskan er kláruð.  Þessi aðferð nær að sækja og vinna út tilfinningasár og samandragandi hugsanir frá fyrri tíð sem eru enn að hafa áhrif á líf þitt.

Markviss djúpvinna

Einnig er hægt að vinna markvisst með Vitundar I settið. Þá er byrjað á Sjálfsöryggisflöskunni (virkar á neðstu orkustöðina), blandað úr henni í 30 ml flösku og blandan tekin inn á sama hátt og greint er frá í djúpvinnunni. Því næst er hver flaskan á fætur annarri notuð þar til þú hefur klárað allar.  Þannig myndar þú jafnvægi í heildarverund þinni og orkuflæðið verður jafnt og þétt í öllum orkustöðvum og -kerfum. Þessu næst getur þú snúið þér að Vitund II og III á sama hátt.

Comments are closed.